Mynd vikunnar

  Ardís Ólöf ArelíusdóttirArdís Ólöf Arelíusdóttir verður jarðsungin frá Hólaneskirkju
föstudaginn 5. október klukkan 14:00

Ardís Ólöf var stolt átta barna móðir sem tekið var eftir hvar sem
hún kom. Hún var smekkvís og hafði unun af að hafa fallegt í
kringum sig eins og blómagarðar hennar báru glöggt vitni um.
Óla var ávallt hrein og bein í samskiptum við aðra og fór sínar
eigin leiðir ef henni sýndist svo. Um árabil starfaði hún baksviðs
með Leikklúbbi Skagastrandar á blómaskeiði klúbbsins sem
hvíslari og sminka.
Eftir margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm hefur þessi sómakona
nú kvatt og haldið inn í ljósið þar sem veikindi og verkir þekkjast ekki. 

Stórri fjölskyldu Ardísar Ólafar er vottuð samúð nú þegar þau ganga
gegnum erfiðan tíma.