Mynd vikunnar

 Hrefna Björnsdóttir verður jarðsungin frá Hólaneskirkju laugardaginn
27. október klukkan 14:00

Hrefna var hæglát og dul sómakona sem hafði yndi af blómum en þeim
sinnti hún af natni og yfirvegun. Henni fannst gott að njóta sólarinnar og
margir muna hana sitjandi á svölunum að sóla sig á góðum dögum.
Hrefna var nægjusöm hvunndagshetja sem helgaði heimilinu krafta sína af
væntumþykju og hagsýni meðan hún gat. 

Nú þegar Hrefna hverfur inn í ljósið er hugur okkar hjá aðstandendum
hennar sem kveðja traustan bakhjarl úr lífi sínu.