Mynd vikunnar
Gleðibankinn stendur árlega fyrir upplestrarkvöldi úr nýjum bókum
einhverntíma á aðventunni.
Á þessari mynd frá 11. desember 2013 er María Ösp Ómarsdóttir
að lesa upp á slíku kvöldi í Bjarmanesi.
Ávallt hafa verið fengnir lesarar sem eiga heima á Skagaströnd
og reynt að fá nýja á hverju ári.
Á þessum notalegu aðventukvöldum hefur margur lagt ríflega inn
í Gleðibankann því innleggin felast í brosum, hlátri og góðri samveru.