Mynd vikunnar

Gleðileg Jól
Jólin eru tími samveru og fjölskyldunnar. Kirkjugarðurinn er einn af 
þessum stöðum sem við heimsækjum fyrir eða um jólin til að minnast 
þeirra sem áður nutu jólanna með okkur og gerðu þau yndisleg. 
Við treystum því að þau séu hjá okkur um jólin og njóti þeirra með 
okkur þó þau séu horfin yfir á annað tilverustig. 
Ljósmyndasafnið óskar öllum Skagstrendingum og öðrum velunnurum 
gleðilegra jóla og hamingjuríks komandi árs.