Mynd vikunnar

Gleðilegt ár 2019
Ljósmyndasafnið óskar öllum gleðiríks góðs nýs árs um leið og það 
þakkar alla hjálp á árinu 2018. Safnið óskar allaf eftir að fá að láni 
myndir sem fólk á heima hjá sér og tengjast Skagaströnd á einn eða 
annan hátt. Öllum myndum er skilvíslega skilað aftur til eigenda sinna 
eftir að þær hafa verið skannaðar og settar út á netið. 
Ljósmyndasafnið er jú sameign okkar allra og því fleiri myndir sem 
þar eru því skemmtilegra verður það. 
Þar eru nú aðgengilegar um 13.500 myndir sem allar tengjast 
Skagaströnd á einn eða annan hátt. 
Lifið heil.