Mynd vikunnar

Þórdísarganga
5. júlí 2008 var farin Þórdísarganga á Spákonfellsborg á vegum 
Spákonuhofsins á Skagaströnd. 
Leiðsögumaður var Ólafur Bernódusson en milli 60 og 70 manns 
á aldrinum 6 til 74 ára kom með í gönguna í blíðu veðri. 
Að fjallgöngunni lokinni beið göngufólksins kaffiveisla í golfskálanum 
á vegum kvennanna í Spákonuhofinu. 
Á myndinni eru þeir Stefán Jósefsson til vinstri og Magnús B. Jónsson 
til hægri að njóta veðurblíðunnar uppi á Borgarhausnum.