Mynd vikunnar

Á þorrablóti
Myndin var tekin á þorrablóti í Fellsborg 2. febrúar 2013. 
Á henni er verið að syngja um hóp kvenna sem tók upp á því 
að stunda sjósund, oftar en ekki út við Sandlæk. 
Þar er dýpi ekki mikið þannig að hætta á drukknun er hverfandi. 
Aftur á móti vildi sandur festast milli tánna á konunum 
sem þær skoluðu gjarnan af sér í sundlauginni þegar þær fóru 
í heita pottinn þar til að fá aftur hita í kroppinn. 
Klæðnaður söngkvennanna er því við hæfi en þær eru, frá vinstri: 
María Ösp Ómarsdóttir, Lena Rut Jónsdóttir, Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, 
Sigríður Stefánsdóttir og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.