Mynd vikunnar

Ljósmynd: Gunnhildur Þórmundsdóttir - safn
Ljósmynd: Gunnhildur Þórmundsdóttir - safn

Skátafélagið Sigurfari á Skagaströnd var stofnað 26. mars 1959. Þessi mynd var því tekin 1964 þegar Sigurfari varð fimm ára. Á myndinni eru helstu foringjar félagsins á þessum tíma ásamt félagsforingjanum, Þórði Jónssyni. Sitjandi frá vinstri eru: þórir Ágústsson (d.24.9.2000), Helga Guðmundsdóttir, Bergdís Sigmarsdóttir, Sigríður Pálsdóttir og Þórður Jónsson (d.25.12.2009) félagsforingi. Standandi eru frá vinstri: Helgi Bjarnason (d.1.3.2007), Gunnlaugur Sigmarsson, Guðmundur Guðmundsson og Steindór Haraldsson.