Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Sjálfbjarga og óáleitin vann hún störf sína af tryggð og trúmennsku án þess að berast á. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið bestu spilin í vöggugjöf tókst Lilju að spila aðdáunarlega vel úr þeim sem hún fékk; var sjálfstæð og komst vel af þrátt fyrir að fæðast með ólæknandi heilkenni. Þó hún ætti engin börn sjálf eru mörg börn í Afríku sem eiga Lilju að þakka að komast til manns gegnum samtök sem hún styrkti staðfastlega í áratugi. Einnig áttu systkinabörn hennar góðan vin þar sem Lilja var.

Lilju er sárt saknað af þeim sem stóðu henni næst nú þegar hún hverfur inn í ljósið. Samúð okkar er hjá því fólki, sem á góðar minningar um þessa smávöxnu en duglegu konu.

Útför Lilju fer fram frá Hólaneskirkju laugardaginn 14. mars klukkan 13:00.