Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Á Kántrýdögum í ágúst 2008 var KK fenginn til að vera með busk-námskeið fyrir áhugasama ( busk = tónlistarlegt uppistand, oftast á götuhornum). Með KK mættu á Skagaströnd Þorleifur Guðjónsson bassaleikari og Leo Gillespie, sem var þekktur buskari á þessum árum. Margir mættu með gítarana sína á námskeiðið í Höfðaskóla og nutu leiðsagnar þessara meistara. Nemendurnir fóru síðan út á götu og reyndu fyrir sér með hattinn sinn á götunni framan við sig  ef einhver vildi launa þeim spilamennskuna. Á myndinni eru frá vinstri: Leo Gillespie, Jón Ólafur Sigurjónsson, Þorleifur Guðjónsson, Hilmar Sigurjónsson, óþekktur strákur, Kristján Kristjánsson (KK), Elías Gunnar Hafþórsson, Halldór Gunnar Ólafsson, Hafþór Smári Gylfason, Jón Atli Magnússon, Sigurður Berndsen, tveir óþekktir, Arnór Snorri Gíslason, og tveir óþekktir.