Mynd vikunnar

Ljósmynd: Adolf H. Berndsen - safn
Ljósmynd: Adolf H. Berndsen - safn

Steinunn Berndsen þvær fisk upp úr vaskafati. Í baksýn sést Spákonufellsey óskemmd en hún var brotin niður að hluta þegar hún var notuð undir höfnina á Skagaströnd meðal annars með uppfyllingu í land úr grjóti sem tekið var í Höfðanum. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en það hefur verið fyrir 1934 því þá hófst hafnargerðin.