Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ingibergur Guðmundsson
Ljósmynd: Ingibergur Guðmundsson

Hátíðahöld á sjómannadegi verða felld niður að þessu sinni vegna takmarkana á fjölda þeirra sem mega koma saman til hátíðahalda.  Margir munu líklega sakna hinna ýmsu skemmtiatriða sem hafa verið á þessum degi í áratugi. Að þessu sinni verður þó haldið í hefðina með að halda sjómannamessu á sjómannadeginum og eftir hádegið verður svo ratleikur um bæinn fyrir þá sem vilja en hann endar með vöfflukaffi fyrir þátttakendur. Á myndinni, sem tekin var á sjómannadaginn 1993, eru Börkur Árnason til vinstri og Skúli Tómas Hjartarson til hægri róa á fiskikari í höfninni  og taka þar með þátt í skemmtiatriðum dagsins.