Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Kosið verður til embættis forseta Íslands laugardaginn 27. júní næst komandi. Kjörfundur verður í  Fellsborg klukkan 10:00 - 20:00 þann dag. Fram að laugardegi er hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá Lárusi Ægi Guðmundssyni í gamla kaufélagshúsinu við Einbúastíg.  2014 voru sveitastjórnakosningar sem lentu á sjómannadegi þess árs. Kosið var í Höfðaskóla en ekki í Fellsborg eins og venja er. Á myndinni er kjörstjórnin sem sá um þær kosningar á Skagaströnd. Frá vinstri: Pétur Eggertsson, Lárus Ægir Guðmundsson formaður kjörstjórnar, Ingibjörg Kristinsdóttir og Guðný Sigurðardóttir.