Mynd vikunnar

Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason
Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason

Löndunarkraninn og færiböndin tengd við síldarverksmiðuna. Unnið að málningu og viðhaldi. Takið eftir málaranum sem hangir neðst á stokknum hægra megin. Inni í stokkunum tveimur, sinn hvoru megin á krananum, voru skóflufæribönd. Endinn á stokkunum var látinn síga niður í lest skipanna og þannig var síldinni mokað upp á færibandið sem flutti hana upp í þrærnar við verksmiðjuna. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en líklega hefur það verið kringum 1960.