Mynd vikunnar

Ljósmynd: Bjarnhildur Sigurðardóttir - safn
Ljósmynd: Bjarnhildur Sigurðardóttir - safn

Í nokkur ár upp úr 1990 var Bjarnhildur Sigurðardóttir (d.22.4.2016) skemmtanastjóri í veitingahúsinu Kántrýbæ á Skagaströnd. Bjarnhildur fékk marga af topp listamönnum þjóðarinnar í dægurgeiranum til að koma og vera með tónleika á litla sviðinu í Kántrýbæ. Á þessari mynd frá 22. mars 1994 er Bjarnhildur í góðum höndum dansara sem nefndu sig "American Male Dancers". 70 -80 manns sóttu sýningu dansaranna í Kántrýbæ, mest kvenfólk, enda dönsuðu þessir myndarmenn fáklæddir og fengu þjórfé í brókina frá hrifnum áhorfendum.