Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Jóhanna Jónasdóttir dáin 7. ágúst 2020

Æðrulaus, dugleg og létt á fæti gekk Jóhanna Jónasdóttir sinn óvenju langa æfiveg. Ávallt óáreitin og út af fyrir sig en hikaði ekki við að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum ef eftir því var leitað.

Sem móðir fimm barna á hún fjölmarga afkomendur sem nú ylja sér við minningarnar um góða konu. Samúð okkar er hjá öllu þessu fólki nú þegar Jóhanna gengur inn í ljóssins heima til móts við fjölmarga áður gengna samferðamenn.

Jóhanna verður jarðsungin frá Hólaneskirkju föstudaginn 21. ágúst klukkan 14:00 en vegna fjöldatakmarkana verða aðeins hinir nánustu viðstaddir.