Mynd vikunnar

Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason
Ljósmynd: Guðmundur Kr. Guðnason

Réttastörf í Spákonufellsrétt 1969. Frá vinstri eru: Óskar Jóhannesson, Kári Lárusson frá Ási, Frits M.Bjarnason Bjargi og bak við hann grillir í Jóhannes Hinriksson frá Ásholti. Aðrir á myndinni eru óþekktir. Á þeim tíma var algengt að menn á Skagaströnd ættu 20 - 80 kindur í húsi og því voru réttir í Spákonufellsrétt  mun umfangsmeiri en þær eru í dag. Í skúr við réttina seldu kvenfélagskonur kaffi og með því meðan réttarstörfin fóru fram.