Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Í Spákonuhofinu má sjá vaxmynd í fullri stærð af Þórdísi spákonu frá Spákonufelli. Á þessari mynd hefur Jensína Lýðsdóttir, sem var fyrirmyndin við gerð styttunnar, stillt sér upp við hlið Þórdísar. Þær stöllur eru óneitalega mjög líkar þó hárgreiðslan sé ekki sú sama enda rúmlega 1000 ár á milli þeirra. Þær eiga það einnig sameiginlegt að vera, eða hafa verið, áhrifakonur í samfélaginu á Skagaströnd  Myndin var tekin 23. júní 2011.