Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Systurnar, Guðrún Sigurðardóttir til vinstri og Hjördís Sigurðardóttir til hægri, heiðraðar fyrir hálfrar aldar starf í kirkjukór Hólaneskirkju á Kántrýdögum 15. ágúst 2010. Það mun vera leitun að fólki sem hefur unnið jafn lengi í sjálboðavinnu fyrir samfélagið á Skagaströnd eins og þær systur. Báðar eru þær enn (2020) að syngja í kórnum  þannig að árin þeirra þar eru orðin sextíu á þessu ári.