Mynd vikunnar

Ljósmynd: Adolf H. Berndsen - safn
Ljósmynd: Adolf H. Berndsen - safn

Líklega er þessi mynd af skólahóp frá Höfðaskóla. Frá vinstri í aftari röð: Guðný Kristjánsdóttir frá Háagerði, Guðrún Angantýsdóttir, Sigurbjörg Angantýsdóttir (d.10.9.1997), Laufey Sigríður Ólafsdóttir Sævarlandi, Ólína Gyða Hafsteinsdóttir Reykholti og Kristinn Pálsson (d.21.10.2008) kennari. Í fremri röð eru frá vinstri: Gylfi Sigurðsson Þórsmörk, Eðvarð Jóhannesson Ásholti, Valgarður Bertelsson, Ingi Sigurðsson Brekku, Jónas Skaftason Dagsbrún, og Sigurður Björnsson Jaðri. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en líklega hefur það verið kringum 1955 fyrir utan Bjarmnes þar sem Höfðaskóli var þá.