Mynd vikunnar

Ljósmynd: Arnar Ólafur Viggósson
Ljósmynd: Arnar Ólafur Viggósson

Þessi mynd var tekin af Arnari HU 1 við hlið risa borgarísjaka á miðunum í apríl 2005. Það var Arnar Ólafur Viggósson sem tók myndina úr gúmmíbát Arnars HU 1. Myndin birtist í Morgunblaðinu 25. 4. 2005 með eftirfarandi texta: "Það fer ekki mikið fyr­ir frysti­tog­ar­an­um Arn­ari HU 1 þar sem hann skríður meðfram borga­rís­jaka af stærstu gerð. Ísjak­inn var að lóna við Óðins­boða á Húna­flóa þegar Arn­ar var að koma inn til lönd­un­ar með afla­verðmæti upp á 115 m.kr. á laug­ar­dag. "Við sett­um út tuðruna að gamni og strák­arn­ir fóru upp að jak­an­um. Þetta var eins og eyja að stærð - minnti mann á þegar maður sér Gríms­ey úr fjarska," sagði Árni Sig­urðsson skip­stjóri. "Það var svo mik­il bráðnun á jak­an­um í sól­inni að á nokkr­um stöðum voru foss­ar fram af brún­inni á hon­um. Það eru nokkr­ir stór­ir jak­ar þarna að þvæl­ast en þessi var lang­stærst­ur."