Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Gunnar Sveinsson lést 3. nóvember s.l. og verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju laugardaginn 21. nóvember klukkan 14:00. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður athöfninni streymt á Facebook-síðu Skagastrandarprestakalls.

Áræðinn, sjálfstæður og góðlyndur eru orð sem lýsa vel Gunnari Sveinssyni, sem nú hefur kvatt þennan heim. Hann var skemmtilegur félagi, fastur fyrir og trúr sínum skoðunum. Hafði yndi af að spila og var í fremstu röð bridgespilara um árabil. Ástríða hans voru þó hrossin og innan um þau leið honum vel enda sambandið einstakt af beggja hálfu.

Með Gunnari er genginn góður og vinsæll maður sem setti svip sinn á samfélagið okkar. Nú þegar hann fer inn í ljósið vottum við aðstandendum hans samúð.