Mynd vikunnar

Ljósmynd: Axel Jóhann Hallgrímsson
Ljósmynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjalti Hólmar Indriðason lést 17. nóvember s.l. og verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju mánudaginn 30. nóvember klukkan 15:00. Hægt verður að fylgjast með útförinni gegnum facebook síðu Skagastrandarprestakalls.

Það var ávallt stutt í húmorinn hjá Hjalta þó stundum væru brekkur í lífi hans. Hann var góðlyndur og vinsæll og barst aldrei mikið á. Hjalti var frábær eftirherma og vinir hans hlægja enn að töktum hans og spaugi þegar hann hermdi eftir þeim eða einhverjum sem allir þekktu. Allt var það þó græskulaust þannig að oftar en ekki hafði sá sem hermt var eftir mesta skemmtun af. Nú þegar Hjalti hefur ferð sína inn í ljósið syrgja fjölskylda hans og vinir en ylja sér við góðar minningar um mikinn gæðadreng. Samúð okkar er hjá aðstandendum hans.