Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Hrekkjavaka eða Halloween í félagsmiðstöðinni Undirheimar í lok október 2011. Skrautlegir búningar og förðun gerir erfitt að þekkja hver er hvað á myndinni þannig að hér verður hver og einn að spreyta sig. Hrekkjavaka er haldin 31. október árlega eða daginn fyrir Allraheilagramessu kirkjunnar. Í Bandaríkjunum og fleiri löndum ganga börn og unglingar grímubúin í hús á hrekkjavökunni og betla nammi annars  muni þau gera viðkomandi einhvern grikk. Þar er til siðs að skera út andlit í grasker og koma fyrir kerti inni í því sem lýsir upp andlitið um kvöldið. Til gamans má segja frá því að um fjórðungur af heildar sælgætissölu í Bandaríkjunum fer fram þennan dag. Tiltölulega stutt er síðan þessi siður var tekinn upp á Íslandi en allir kannast við grímubúin, syngjandi börn á öskudaginn þar sem þeim er víða launaður söngurinn með einhverju nammi.