Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ásdís Birta Árnadóttir
Ljósmynd: Ásdís Birta Árnadóttir

Baldursbrá er dugleg jurt sem ber sumarið með sér. Flestir kannast við að hafa  slitið upp baldursbrá  og reitt af henni hvítu krónublöð til að fá svar við einhverri spurningu. Hún elskar mig - hún elskar mig ekki, var  ein af spurningum sem hún gaf ótvírætt svar við með síðasta blaðinu úr krónunni sinni. Annars er baldursbrá mikil lækningajurt, sem var mikið notuð fyrr á öldum. Um  það segir svo á vef Náttúrufræðistofnunar: "Áður fyrr var baldursbrá notur til að leiða tíðir, leysa dautt fóstur frá konum, eftir burð og staðið blóð. Te af henni þótti hjartastyrkjandi og ormadrepandi svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur verið kölluð fuðarjurt og móðurjurt vegna lækningamáttar síns á kvensjúkdóma (Ágúst H. Bjarnason)". Baldursbrá er fremur algeng og finnst víða um land.