Mynd vikunnar.

 

Ljósmyndasafn Skagastrandar á  um 11.000 myndir. Um það bil 2500 þeirra eru komnar á netið þar sem hægt er að skoða þær og senda inn athugasemdir um viðkomandi mynd ef einhverjar eru. Til gamans mun verða sett ein mynd á viku hér á heimasíðu sveitarfélagsins og er fólk beðið um að vera safninu innan handar með þær upplýsingar sem óskað er eftir um þær myndir. Netfang ljósmyndasfnsins er:  myndasafn@skagastrond.is  en einnig má senda upplýsingar á netfangið: olibenna@hi.is  eða hafa bara beint samband við Óla Benna í síma 451 2210 sem  sér um ljósmyndasafnið nú um stundir.

Með von um gott samstarf,

 

Ólafur Bernódusson

 

Um mynd vikunnar:

Á myndinni er Ole Aamundsen athafnamaður á Skagaströnd ásamt konu sinni og fósturdóttur. Ole, sem var norskur að uppruna, var lengi umboðsmaður á Skagaströnd fyrir Shell olíufélagið og rak líka lýsisbræðslu og útgerð um tíma. Ef þú veist hvað konan og stúlkan á myndinni heitir vinsamlegast sendu þá ljósmyndasafninu þær upplýsingar á netfangið myndasafn@skagastrond.is