Mynd vikunnar.

Verslunarstjórahúsið byggt

 

Verslunarstjórahúsið í byggingu árið 1906. Þetta hús stóð vestan

við gamla kaupfélagið

og var, eins og nafnið bendir til, byggt sem íbúð fyrir

verslunarstjóra Höphnersverslunar

sem þá var á Skagaströnd. Í húsinu voru tvær íbúðir og kjallari.

 

Seinna var húsið í eigu Kaupfélags Skagstrendinga og enn síðar

í eigu Kaupfélags Húnvetninga.

Lengst af bjuggu í húsinu kaupfélagsstjórar og/eða aðrir

starfsmenn kaupfélagsins.

 

Í nokkur ár var síðan húsið leigt út á almennum markaði og

síðast bjuggu í því fjölskyldur Eðvarðs Ingvasonar og Þórs Arasonar.

Húsið var svo rifið í kringum 1980.