Mynd vikunnar.

  Fragtskipið Ísafold í ís norðan við Höfðann í júní 1915. Á þessum árum var komu fragtskipanna beðið með eftirvæntingu því með þeim barst vara til landsins sem beðið var eftir. Þess má geta að Eimskipafélag Íslands -"’Óskabarn þjóðarinnar" - var stofnað 1915 og var af mörgum talið risaskref fyrir Íslendinga í átt að sjálfstæði. Þessa mynd tók Evald Hemmert sem var kaupmaður á Skagaströnd og átti því hagsmuna að gæta í sambandi við es Ísafold sem flutti m.a. vörur í verslunina.