Mynd vikunnar.

 
Hvalreki
Vorið 1992 fóru þessir þrír krakkar í fjöruferð í fjöruna
fyrir neðan rækjuvinnsluna.
Þar rákust þau á þennan smáhval -  hnýðing - rekinn í fjörunni.
Að sjálfsögðu létu þau vita af þessum merka fundi og fengu mynd
af sér í Morgunblaðinu að launum.
Krakkarnir eru frá vinstri:
María Markovic, Eva Dögg Bergþórsdóttir og Sveinþór Ari Arason.