Mynd vikunnar.

 
Í Landsendarétt.



Landsendarétt var skilarétt á Skagaströnd áður en
Spákonfellsrétt var byggð. Landsendarétt var byggð úr
öflugum grjóthleðslum en grjótið var tekið úr fjörunni
fyrir neðan hana.
Hún stóð á sjávarbakkanum á flatlendinu austan við
Landsenda (nyrsta enda Höfðans) og norðan við Réttarholt.
Nú eru ummerki um réttina nánast öll horfin vegna sjávarrofs.
Torfhúsin uppi í brekkunni í baksýn voru skepnuhús.
Ekki er vitað hvenær þessi mynd var tekin en hana tók Evald Hemmert
(1886 - 1943) verslunarmaður á Skagaströnd og Blönduósi
þannig að líklega hefur það verið kringum 1930.

Senda upplýsingar um myndina