Myndir af niðurrifi síldarþróarinnar

Gamla síldarþróin heyrir nú sögunni til. Fjölmargir Skagstrendingar, eldri sem yngir, kunna að sakna hennar enda hefur hún verið við höfnina lengur en flestir muna. Allt tekur breytingum.

Nú veltir fólk því fyrir sér hvernig vinnuaðstaðan verði þegar engin er þróin þarna á höfninni.

Ýmsir hafa látið sér detta í hug að í staðinn mætti byggja tónlistarhús í anda þess sem gert hefur verið við Reykjavíkurhöfn. Hana mætti nefna eftir einhverju hljóðfæri svo alls sæmræmis sé nú gætt. Klarínett, básúna ...

Hér eru nokkra myndir sem teknar voru á meðan á niðurrifi þróarinnar stóð. Þær eru teknar frá 9. til 13. maí. Röðin er skiptir líklega litlu máli. Hver og einn getur séð hvernig staðan er á niðurrifinu með því að skoða hverja mynd nokkuð náið.

Það vakti athygli ljósmyndarans hversu sterk steypan var og mikið járn í henni. Tæki verktakans eru þó öflug og stóðst ekkert þeim snúning. Og nú er hún Snorrabúð stekkur ... eða þannig.