Myndir frá þorrablótinu 2011

Þorrablót Kvenfélagsins Einingar var haldið síðasta laugardag. Mikil þátttaka var og lætur nærri að helmingur bæjarbúa hafi setið blótið.

Veislustjóri var Lárus Ægir Guðmundsson og að venju hlífði hann fáum við óvenjulegu skopskyni sínu sem þó flestir kunnu vel að meta en síður þeir sem fyrir urðu ... eða þannig.

Skemmiatriði voru að hætti heimamanna. Kom þar að margt grínfólk, flutti leikþætti, spilaði, söng og lék. Fjallað var um eftirminnilega atburði frá síðasta ári. Góður rómur var gerður að flutningnum og ljóst að þarna voru á ferð listamenn á heimsmælikvarða. Sannast það best á því að sumir gesta gerðu sér ekki grein fyrir að um væri að ræða leikin atriði.

Maturinn var þótti afar góður og átu margir sér til óbóta en jöfnuðu það út með bragðgóðum drykkjum.

Meðfylgjandi myndir tók Ólafía Lárusdóttir.