Náðu árangri á netinu - námskeið í markaðssetningu á netinu

Staður: Félagsheimilið á Blönduósi 13. og 14. janúar

Tími:  9:00 – 16:00 báða daga.

·         Kynntar verða breytingar og aðferðir í markaðssetningu á netinu með tilkomu m.a. Facebook og Twitter ásamt notkun leitarvéla.

·         Námskeiðið er fjárfesting sem skilar sér strax í bættum árangri.

·         Vegleg vinnubók fylgir.

·         Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffiveitingar.

 

Fyrirlesari er Hjörtur Smárason, ráðgjafi (sjá www.marketingsafari.org) en hann mun m.a. segja frá því hvernig honum tókst að fá yfir 800.000 manns frá 213 löndum til þátttöku á vefnum án þess að kosta til einni einustu krónu.

Einstakt tækifæri fyrir þá sem eru að selja vöru eða þjónustu og/eða vilja kynna sér undaraheima netsins.

Skráning á nordurland.vestra@vmst.is. Vinsamlega gefið upp nafn, kennitölu, síma og netfang.

Námskeiðið er í boði Vinnumálastofnunar og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 Allir velkomnir.