Nammidagurinn haldinn hátíðlegur

Fjöldi barna fer nú um verslanir og fyrirtæki á Skagströnd og syngja. Að launum fá þau nammi.

Öskudagurinn er nammidagur. Ekkert fer fyrir öskupokunum og fæst gera börnin geri sér grein fyrir uppruna dagsins enda varla ástæða til. Öskudagurinn er þannig orðinn að hátíðisdegi. 

Það er svo annað mál að mörgum finnist frekar hvimleitt þegar þeim börnum er gefið sælgæti fyrir sönginn. Nær væri að gefa þeim eitthvað hollara -  en ekki eru börnin sammála.

Líklegast eru þó allir ánægðir að fá hress og kát börn í heimsókn sem hafa undirbúið sig og syngja af þrótti og gleði. Þá er gaman á Skagaströnd.