Námskeið á vegum Fræðsluskrifstofu A-Hún.

 

Tólf húnvetnskir kennarar læra að nota CAT-kassann.

Tólf kennarar úr skólunum í austur og vestur Húnavatnssýslum hafa nú fengið réttindi til að nota CAT-kassann sem  er hjálpartæki við kennslu og lausn ýmissa tilfinningavandamála hjá börnum.

 

Til að öðlast þessi réttindi sóttu kennararnir  námskeið í Blönduskóla hjá Ásgerði Ólafsdóttur, sérkennara og einhverfuráðgjafa,  en hún ásamt samstarfskonu sinni,  hefur þýtt efni kassans úr dönsku  þaðan sem efnið er komið.

 

CAT-kassinn er sérstaklega þróaður til að auðvelda samræður við börn og ungmenni sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig beint um tilfinningar, hugsanir , upplifanir og líðan. Bæði foreldrar og fagfólk getur notað CAT-kassann á áhrifaríkan hátt í daglegum samræðum við börn.

 

CAT-kassinn er upphaflega þróaður til að styðja samtöl við börn með raskanir á einhverfurófi. Reynslan hefur síðan leitt í ljós að börn með eðlilegan þroska sem eiga í ýmsum erfiðleikum geta einnig haft  mikið gagn af CAT-kassanum.

 

Það er von  og ásetningur  þátttakenda á námskeiðinu að notkun þeirra á CAT-kassanum verði til að gera góða skóla í sýslunum enn betri í framtíðinni.

 

Mynd: Þátttakendur og leiðbeinandi (lengst til hægri)