Námskeið í að búa til pappír

Sunnudaginn 19. desember kl. 13 til 17:30 verður haldið námskeið í japanskri pappírsgerðarlist á vegum Ness listamiðstöðvar. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Tatiana Ginsberg pappírslistakona frá Bandaríkjunum en hún dvelur hjá Nesi. 

Námskeiðið mun fara fram í vinnustofu Ness listamiðstöðvar að Fjörubraut 8 á Skagaströnd. Tatiana mun kenna þátttakendum að búa til pappír samkvæmt gömlum japönskum aðferðum.

Skráning fer fram hjá Ólafíu Lárusdóttur í síma 898-7877 eða með með því að senda tölvupóst á netfangið olafia@neslist.is.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Vinsamlegast gerið ráð fyrir að fötin blotni og hafið með ykkur handklæði og föt til skiptanna.