Námskeið í hugrænni atferlismeðferð

 

Um fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla, á svæði fræðsluskrifstofu A-Hún, mætti á endurmenntunarnámskeið í Fellsborg á Skagaströnd 8. mars síðast liðinn.

 

Á námskeiðinu, sem stóð frá tvö til fimm, fjallaði Þórarinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur, um hugræna atferlismeðferð og hvernig nota má aðferðir hennar til að bæta samskipti innan skóla og stuðla að betri líðan nemenda. 

 

Í fyrirlestri sínum kynnti Þórarinn hagnýtar aðferðir til að fá fram jákvæðari viðhorf nemenda til skólans og vinnu sinnar þar, hvernig nota má hugræna atferlismeðferð við úrlausn vandamála og hvernig vekja má áhuga nemenda á jákvæðum breytingum með sérstökum hvatningarviðtölum.

 

Allt þetta leiðir síðan til betri skólabrags, sem er eilíft markmið  allra skóla, hvar svo sem þeir eru á vegi staddir. Námskeiðið mæltist vel fyrir hjá þátttakendum sem öllum er áfram um að nemendum sínum líði sem best í skólanum.

Mynd: Þátttakendur og fyrirlesari