Námskeið í olíumálun í Nesi listamiðstöð

Nes listamiðstöð býður upp á námskeið í olíumálun helgina 14. til 15. nóvember. Kennari á námskeiðinu er Halldór Árni Sveinsson en hann hélt námskeið hjá Nesi listamiðstöð í júní 2008 við góðan orðstír.

Halldór Árni sem kennir að öllu jöfnu fjölmiðlun við Flensborgarskóla í Hafnarfirði hefur jafnframt kennt olímálun við Námsflokka Hafnarfjarðar og víðar síðustu tuttugu árin.

Á námskeiðinu, sem er ætlað bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir, verður farið í val á myndefni, myndbyggingu og blöndun, notkun og meðferð olíulita.

Námskeiðið í olíumálun hjá Nesi listamiðstöð er liður í verkefninu Lifandi list, sem styrkt er af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. 

Nánariupplýsingar fást hjá Nesi listamiðstöð, nes@neslist.is, og í síma 452 2816.