Námskeið í prjóntækni og prjónhönnun

Prjóntækni og prjónahönnun  í Kvennaskólanum Blönduósi

 Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, textílhönnuður og fyrrv. ritstjóri Lopa og bands.   (sjá myndirnar af sýnishornum af hennar hönnun)

Þetta  er mjög skemmtilegt námskeið hentar vel bæði byrjendum og þeim sem eru vanar að prjóna.   Linda hefur mörgu að miðla svo allir geta nýtt sér reynslu hennar og þekkingu. 

      -Kenndar verða ýmsar aðferðir við uppfit, stroff, útaukningar og -affellingar.   
 
-Kennt verður að reikna út prjónfestu og reikna út stærðir. Kynnt verður myndprjón (Kaffe Fasset prjón) og rósaleppaprjón.
-Leiðbeiningar við litaval og litameðferð.

Hvernig er hugmynd færð yfir í flík – prjónahönnun kynnt með myndum og sýnishornum. 

Ef þú átt flík sem þú hefur ekki getað klárað og vantar leiðbeiningar, er tilvalið að nýta sér þetta námskeið. 

Föstud. og laugardag 3. og 4. apríl.
(föstud. kl. 13 - 19, laug. kl. 9.30 - 16.30, 18 kennslust.) 
Síðdegiskaffi föstudag og hádegisverður laugardag innifalinn.  

Efni innifalið.  Verð 19.800-. 

  Textílsetur Íslands
Árbraut 31
540 Blönduós 
 
s.452-4300  894-9030
textilsetur@simnet.is
www.textilsetur.is