Námskeið í Textílsetri

Leður- og roðvinna:  Signý Ormarsdóttir, fatahönnuður og menningarfulltrúi Egilsstöðum.
Námskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Unnið með leður og roð, gert gleraugnahulstur og taska eða sýnishorn af mismunandi tækni. 
Föstud. og laugardag 3. og 4. apríl.

Prjóntækni og prjónahönnun:  Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, textílhönnuður og frv. ritstjóri Lopa og bands.
Kenndar verða ýmsar aðferðir við uppfit, stroff, útaukningar og affellingar. Kennt verður að reikna út prjónfestu og reikna út stærðir. Kynnt verður myndprjón (Kaffe Fasset prjón) og rósaleppaprjón. Hvernig er hugmynd færð yfir í flík – prjónahönnun kynnt með myndum og sýnishornum. 
Föstud. og laugardag 3. og 4. apríl.

Þæfing:  Sigrún Helga Indriðadóttir, handverksmaður Stórhóli.
Grunntækni í þæfingu með fjölbreyttum verkefnum; flöt -, hol - og þrívíddar þæfing. Notuð er íslensk ull, en kynnt er merínóullin og silkitrefjar, einnig torf og puntfax, íhlutir; horn, bein eða tré.
Laugard. og sunnud. 18. og 19. apríl.

Námskeiðin eru á vegum Textílseturs Íslands og kennsla fer fram í Kvennaskólanum, Árbraut 31, Blönduósi.
Námskeiðin eru ætluð handverksfólki og öllum áhugasömum um handverk og heimilisiðnað.

Nánar á heimasíðu:  www.textilsetur.is og í síma 894-9030


Prjónakaffi apríl 

 
miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.00

Quiltbúðin - hannyrða- og föndurverslun á Akureyri kynnir vöru sína og þjónustu.