Námskeið í verkefnastjórnun

Námskeið um uppbyggingu verkefna og fyrirtækja í skapandi greinum á Norðurlandi vestra verður haldið 31. mars, 1. og 2. apríl á Sauðárkróki. Þátttakendur gefst kostur sækja námskeiðið á grundvelli verkefnis sem þeir vilja vinna að og er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra á námskeiðinu.

Leiðbeinandi er Ása Richardsdóttir, B.A. í alþjóðasamskiptum og með diplóma í menningarstjórnun.

Fjallað verður um hugmyndavinnu og skipulagningu verkefna, fjármögnun, markaðssetningu, alþjóðlega tengslamyndun og samstarf. Námsefni er fléttað saman við verkefni þátttakenda og þau þróuð í samstarfi námskeiðshópsins og leiðbeinanda.

Eins og áður sagði verður námskeiði haldið á Sauðárkróki, fimmtudaginn 31. mars kl. 14 -18, föstudaginn 1. apríl, kl. 10 - 6, laugardaginn 2. apríl, kl. 10-14. Námskeiðið er 20 kennslustundir.

Verðið 15:000 kr. Upplýsingar í síma 455-6010 og á heimasíðu Farskólans: www.farskolinn.is.

Skráningar skal senda á netfangið Rannveig@farskolinn.is Umsóknarfrestur er til 3. mars.

Til athugunar: Við skráningu þurfa þátttakendur að senda neðangreindar upplýsingar:

Nafn, netfang, síma, stofnun/fyrirtæki/félag og svara eftirfarandi spurningum. 
1. Hvert er verkefnið þitt og á hvaða sviði skapandi greina er það? ( hámark 50 orð) 
2. Verði verkefnið að veruleika, hver verður lokaútkoma þess? (hámark 70 orð)

Leiðbeinandinn, Ása Richardsdóttir, hefur unnið í menningu, listum og fjölmiðlum í 25 ár, framleitt, leitt og skapað fjölmörg verkefni og viðburði. Hún hefur kennt menningarstjórnun frá 2001, bæði í háskólum hér heima og erlendis Hún hefur veitt stofnunum, félögum og hópum ráðgjöf, sérstaklega á svið alþjóðlegs samstarfs. Hún var framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins 2002 - 2010 og þar áður stofnandi Kaffileikhússins sem og starfsmaður RÚV - sjónvarps í 6 ár, með háskólanámi. Hún er með BA gráðu í alþjóðasamskiptum frá háskólanum í Kent í Kantaraborg, diplóma í menningarstjórnun frá Fondation Marcel Hicter í Brussel og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er nú forseti Leiklistarsambandsins og vinnur sjálfstætt að verkefnum og rannsóknum.