Námskeið um foreldra- og skólafærni!

Fræðsluskrifstofa Austur-Húnavatnssýslu stóð fyrir námskeiði í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 5. maí 20011.

Viðfangsefni námskeiðsins var að kynna hvernig nýta má hugmyndafræði PMT(foreldrafærni) og SMT (skólafærni) til að bæta samskipti og líðan á heimilum og í skólastarfi. Fyrirlesari var: Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur. 

SMT (skólafærni) er vinnulag sem hefur það markmið að efla starfsfólk  skólanna til að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. 

PMT(foreldrafærni) er keffisbundin aðstoð við foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri og byggir á áratuga rannsóknum, sem sýna góðan árangur. Bestur árangur næst ef unnið er með vandann á fyrstu stigum þróunar. 

Rannsóknir á árangri meðferðarinnar eru virtar víða um heim og uppfylla öll ströngustu skilyrði hegðunarmælinga. Þær hafa leitt í ljós að í um 70% tilvika dregur PMT verulega úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barns í námi. 

Fræðileg og verkleg framsetning Margrétar féll í góðan jarðveg og þátttakendur lærðu mikið og höfðu gaman af námskeiðinu.

Mynd er af þátttakendum á námskeiðinu.