Námskeið um kennslu nýbúa

Fyrir skemmstu var haldið námskeið í Húnavallaskóla um kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Námskeiðið var haldið af Fræðsluskrifstofu A--Hún og ætað fyrir kennara í Austur-Húnavatnssýslu.

Fyrirlesarinn Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu, hefur margra ára reynslu á þessu sviði og fangaði athygli kennaranna þennan dag.