Námsstofa Skagastrandar

“Mennt er máttur” Námsstofa Skagastrandar er metnaðarfullt verkefni sem sveitarstjórn Höfðahrepps hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd. Námsstofan verður til húsa að Mánabraut 3 á Skagaströnd. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að undirbúningi og ætlunin er að opna Námsstofuna formlega þann 6. september næstkomandi kl. 14:00. Allir bæjarbúar og þeir sem hafa áhuga á skólamálum eru hjartanlega velkomir. Markmiðin með starfsemi Námsstofu eru að hvetja og auðvelda bæjarbúum að afla sér aukinnar menntunar, hvort sem um er að ræða starfsmenntun eða einstök námskeið. Þessu markmiði hyggjumst við ná með því m.a. að veita einstaklingum námsaðstöðu og námsaðstoð auk þess að kynna þá námsmöguleika sem í boði eru. Það er von okkar að Námsstofan verði miðstöð fjar- og endurmenntunar á svæðinu. Námstofan er ekki skóli. Heldur miðstöð allra þeirra sem stunda fjarnám, sama við hvaða skóla. Staður til að læra, fá aðstoð og upplýsingar og síðast en ekki síst staður til að hitta aðra sem eru í fjarnámi. Námsstofan er því opin öllum sem eru í fjarnámi og þeim sem vilja kynna sér nám og námsmöguleika. Á Námsstofu verður öll aðstaða til fjarnáms: • Nettengdar tölvur • Góð vinnuaðstaða • Upplýsingar um nám og námskeið • Kennari til aðstoðar við námið. Þeir sem hyggjast nýta sér vinnuaðstöðu og búnað Námsstofu fá lykil sem veitir þeim aðgang að húsnæðinu hvenær sem þeim hentar. Kennari verður á staðnum á eftirfarandi tímum: Á þriðjudögum kl. 20:00 – 22:00 Á miðvikudögum kl. 17:00 – 19:00 Á fimmtudögum kl. 10:00- 12:00 og 14:00 – 17:00 Allar nánari upplýsingar fást hjá umsjónarmanni Námsstofu, Hjálmfríði Guðjónsdóttur í símum 4522747/8916170 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: --- namsstofa@skagastrond.is ---- Fyrir hönd Námsstofu Skagastrandar Hjálmfríður Guðjónsdóttir