Námsstofan á Skagaströnd

Í Námsstofunni er ekkert sumarfrí. Í gær 6. júlí var kynning á kjarasamningi sjúkraliða í fjarfundabúnaði Námsstofunnar. Þar mættu 6 sjúkraliðar.

 

Þessa dagana er Þóra Ágústsdóttir í Álaborg í Danmörku að vinna að lokaverkefni sínu við háskólann þar. Verkefnið er á sviði Evrópufræði og fjallar um hvers vegna Ísland hefur ekki sótt um aðild að ESB. Síðan er hún væntanleg aftur hingað í Námsstofuna í áframhaldandi vinnu við verkefnið.

 

Karen Lind Gunnarsdóttir er í B.A. námi við Háskólann á Akureyri í sálfræði og samfélags- og hagþróunarfræði. Hún notar aðstöðuna í Námsstofunni til að vinna úr rannsókn sem kallast “Félagslegt umhverfi Evrópubúa”. Hún tekur viðtöl á Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga og vinnur síðan úr sínum gögnum í Námsstofunni.

 

Hildur Inga Rúnarsdóttir er að ljúka cand.theol við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hún er að skrifa kandidatsritgerð í Nýja testamenntisfræðum til 10 eininga sem er rannsókn á frumheimild: Rómverjabréfið 12:9-13 út frá félags- og menningarsögulegri aðferðafræði.

 

Guðlaug Grétarsdóttir er í sumarönn við Háskólann á Akureyri í “Vísindasmiðju” og “Margmiðlun”. Hún er að vinna verkefnavinnu í þessum áföngum ásamt því að undirbúa B.Ed. ritgerð sína.

 

Þeir sem vilja aðstoð eða nýta aðstöðuna í Námsstofunni á Skagaströnd er bent á að hafa samband við undirritaðan.

Júlí 2005

Umsjónarmaður Námsstofunnar á Skagaströnd

Hjálmur Sigurðsson

S: 8440985