Námsstyrkir til nemenda

Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd skv. ákvörðun sveitarstjórnar.

Námsstyrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi nema 30 þús. kr. skólaárið 2023-2024 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.

Umsóknum um styrki skal skilað á skagastrond@skagastrond.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2024

Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Reglur um styrkina má finna hér.

Umsókn um styrk má finna hér.