Náttúrufræði

Náttúrufræðikennarar Húnavatnssýslna voru boðaðir á fund þriðjudaginn 27. október í Húnavallaskóla.  Markmið fundarins var að ræða saman, skiptast á verkefnum,  hugmyndum og kennsluaðferðum í náttúrufræði. 

Kennurunum var gert að koma  með kennsluáætlanir, verkefni, bækur og önnur gögn sem tengjast greininni og reynst hafa vel í kennslunni.  Allir höfðu eitthvað fram að færa og jókst því hugmyndabanki kennaranna mikið. Þátttakendur ákváðu að hefja reglubundið samstarf með aðstoð netsins.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Jóhanna Stella Jóhannsdóttir, kennari Húnavöllum.

Námskeiðið var haldið á vegum Fræðsluskrifstofu A- Hún.

Mynd: Þátttakendur og  Leiðbeinandi.