Niðurfelling gatnagerðargjalda samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar

Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmyndari: Árni Geir Ingvarsson

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 9. september sl. var samþykkt að fella niður gatnagerðargjöld við þegar tilbúnar götur og var svohljóðandi samþykkt gerð:

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkir að auglýsa sérstaklega byggingalóðir við þegar tilbúnar götur þannig að veittur verði afsláttur allra gatnagerðargjalda vegna bygginga á lóðunum. Eftirfarandi ákvæði gilda um úthlutun lóðanna:

  • Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. janúar 2022, en umsóknir sem berast innan umsóknarfrests verða afgreiddar af hafnar- og skipulagsnefnd eftir því sem efni standa. Röð umsókna gildir varðandi afgreiðslu og úthlutun á einstaka lóðum.
  • Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að byggingarframkvæmdir skuli vera hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar hafi hloti fokheldisvottorð innan tveggja ára. Að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðargjalda.

Þær lóðir sem um ræðir eru eftirfarandi:

  • Bogabraut – ein lóð norðan götu nr: 25.
  • Suðurvegur – þrjár lóðir austan götu nr: 5, 7 og 11
  • Sunnuvegur – tvær lóðir vestan götu nr: 10 og 12
  • Ránarbraut – ein lóð norðan götu nr: 3 og fimm lóðir sunnan götu nr: 2, 4, 6, 8, 10.
  • Oddagata – ein lóð austan götu nr: 3.
  • Hólanesvegur – ein lóð vestan götu nr: 6.
  • Skagavegur – tvær lóðir austan götu, nr: 4 og parhúsalóð nr: 6-8.
  • Bankastræti – ein lóð sunnan götu nr. 5.

Yfirlitsmyndir lóða má nálgast hér.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér.

Sveitarstjóri veitir frekari upplýsingar