Norðurljósin braga í leik við Spákonufell

Skagstrendsku norðurljósin léku við hvern sinn fingur síðasta laugardagskvöld og náðu greinilegu sambandi við hið yfirnáttúrlega fjall Spákonufell. Þau tindruðu og bröguðu í ótal litum

Íranum Patrick Hogan, sem er einn af listamönnum á Nes listmiðstöð, var litið í gegnum auga myndavélarinnar og tók meðfylgjandi myndir.

Myndirnar eru frábærar og tala sínu máli. Fjórar þeirra sýna norðurljósin í leik við Spákonufell. Tvær myndir eru teknar þegar litatrafið leið yfir Húnaflóa.

Gamlar sagnir herma að þegar norðuljósin tindra á suðurhimni og hlaupa hratt yfir himinhvolfið veit það á sunnanátt en glampa þau á norðurhimni er kuldatíð í vændum. Víst er að frá laugardegi hefur verið frekar kalt, að minnsta kosti við Húnaflóa.

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Patrick Hogan eru hér með færðar bestu þakkir fyrir að leyfa birtingu á myndunum.