Norðurstrandaleiðin opnar á morgun laugardag

Norðurstrandaleiðin opnar formlega á degi hafsins laugardaginn 8. júní.

Af því tilefni mun Sveitarfélagið Skagaströnd, fyrirtæki og félög á svæðinu standa fyrir eftirtöldum viðburðum sem við hvetjum fólk til þess að mæta á, njóta og fræðast!

Dagskrá:

10:00 Fjöruferð með líffræðingi : Valtýr Sigurðsson líffræðingur fer með áhugasama í fjöruferð. Mæting er kl. 10:00 við brúna yfir Hrafnsá.

12:30 Gönguferð um Spákonufellshöfða með leiðsögumanni : Ólafur Bernódusson gengur um Spákonufellshöfða, svarar spurningum og segir sögur. Mæting er við Salthús Gistiheimili kl. 12:30

17:00 Sjóskrímslasögur verða sagðar í Spákonuhofi : Gott er að mæta fyrir 17:00 og skoða hvað Spákonuhof hefur upp á að bjóða. Sögustund hefst kl. 17:00.

22:00 Púttkeppni í kvöldsólinni fyrir ofan Bjarmanes : Golfklúbbur Skagastrandar stendur fyrir púttmóti en mæting er rétt fyrir 22:00 við Bjarmanes. Áætlað er að viðburðurinn standi frá 22:00-00:00

Sumarið er loksins komið á Skagaströnd og veðurspáin góð. Við vonumst til þess að sjá sem flesta.